Accessibility Tools

Um

Markmið verkefnisins

Með svolitlu gráu gætum við fengið miklu meira af grænu!

Með þjálfunarnámskeiðum, sjálfboðaliðastarfi og þvermenningarlegum samskiptum stefnir Grey4Green að því að útrýma félagslegri einangrun sem eldri borgarar verða fyrir og taka á sama tíma þátt í baráttunni fyrir sjálfbærni og loftslagsbreytingum.

Sérstök markmið

Sérstök markmið okkar með verkefninu eru:

 • Stuðla að félagslegri þátttöku eldri borgara.
 • Virk þátttaka í náttúruverndarverkefnum.
 • Stuðningur við eldri borgara og trygging meiri lífsgæði
 • Búa til netsvæði (þar sem aðilar sem óska eftir sjálfboðaliðum geta fundið þá)
 • Berjast gegn loftslagsbreytingum.

Niðurstöður

Fyrirhugaðar Niðurstöður Verkefnisins eru:

 • Skýrsla um bestu starfsaðferðir.
 • Netvettvangur og netsvæði
 • Handbók fyrir sjálfboðaliða sem eru eldri borgarar
 • Framkvæmdahandbók
 • Þjálfunarnámskeið: Virkja aldraða í náttúruvernd.
 • Sjálfboðaliðsverkefni fyrir eldri borgara
 • Framkvæmdahandbók: skjöl til útfyllingar
 • Fræðsluefni í hljóði og mynd
 • Stefnuskjal: Að leysa úr læðingi möguleikana fyrir náttúruvernd sem felast í meiri virkni aldraða
 • Skýrsla leikmanna

Aðferðafræði

Þáttökunálgun í rannsóknum miðar að því að fá samfélagið að borðinu á öllum stigum verkefnisins. Með því að beita þeirri aðferðarfræði er hægt að þróa skilvirkt samvinnuverkefni og það teljum við bestu nálgunina í allri vinnu er snýr að miðlun til fullorðinna og eldri borgurunum.

Samstarfsaðilar

FO-Aarhus
Aarhus (FO Aarhus, Association for Adult Education) eru frjáls félagsamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og voru stofnuð árið 1973 til að veita óformlega fullorðinsmenntun og ráðgjöf til íbúa Árósa. Félagasamtökin hafa sitt eigið kjörna ráð sem samanstendur af fulltrúum úr einkageiranum, opinberri stjórnsýslu og menntageiranum og starfsmenntageiranum. Grunnþekking FO Aarhus liggur í óformlegri fullorðinsfræðslu fyrir almenning og sérhæfingu í verkefnum sem aðstoða illa stadda hópa – t.d. innflytjendur, atvinnulausa, fólk með námsörðugleika, lesblinda, fólk með geðræn vandamál – til að bæta lífsgæði sín og aðlagast samfélaginu og vinnumarkaðinum(eða aðlagast þeim aftur). Markmiðið er að styrkja persónulega-, félagslega og starfslega hæfni þátttakenda sem skref í átt að endurmenntun, endurkomu á vinnumarkaðinn eða frekari menntun.
The Municipality of Lousada
Sveitarfélagið Lousada (SL) er stofnun staðbundinnar opinberrar stjórnsýslu sem stýrir 95 km2 svæði þar sem búa um 50.000 manns. Þetta þéttbýla svæði, á dreifbýlissvæði í borgarjarðri, stendur frammi fyrir mörgum áskorunum varðandi sjálfbæra þróun, lífsgæði og læsi íbúa og þegnskap. Ætlunarverk SL er að skilgreina leiðbeinandi aðferðir og hrinda í framkvæmd þeim staðbundnu stefnum sem af þeim leiðir með ráðstöfunum og áætlunum á ýmsum sviðum innan valdsviðs okkar, bæta lífsgæði allra íbúa og tryggja há viðmið á gæðaþjónustu. Starf okkar miðar að því að ná fram sjálfbærri þróun með ávinningi og tækifærum fyrir alla okkar íbúa, hvað varðar umhverfismál og á félags- og efnahagssviðum.
Associação BioLiving
Markmið Associação BioLiving eru meðal annars þau að stuðla að sjálfbærni með þátttöku í umhverfislegri hegðun borgaranna og með þátttöku almennings í náttúruvernd og á sama tíma efla félagshagkerfið og efla þátttöku, frið og samstöðu með menntun, náttúruauðlindir og náttúruvernd að leiðarljósi. Rekstrarlíkan BioLiving einbeitir sér á nálægð við samfélög, sveitarfélög, skóla, fyrirtæki og önnur frjáls félagasamtök. Við teljum að samstarf við hagsmunaaðila og íbúa auðveldi samræður og leit að lausnum fyrir umhverfismenntun og umhverfisvernd og að þátttaka þeirra og áhugi á umhverfismálum sé efldur á áhrifaríkari hátt.
ALDA, European Association for Local Democracy
ALDA, European Association for Local Democracy, er sjálfseignarstofnun stofnuð að frumkvæði þings Evrópuráðsins árið 1999, meginmarkmiðið er að stuðla að góðum stjórnarháttum og staðbundinni þátttöku borgaranna. ALDA eru meðlimasamtök með fleiri en 350 meðlimi (þar á meðal staðbundnar lýðræðisstofnanir, samtök sveitarfélaga, borgaraleg samtök, háskólar, frjáls félagasamtök, grasrótarsamtök og opinberar stofnanir) með aðsetur í 45 löndum víðast hvar í Evrópu. og í nágrannalöndum, þar á meðal í ríkjunum á Balkanskaga, Hvíta-Rússlandi, Moldóvu, Kákasussvæðinu, Tyrklandi og nokkrum löndum í Norður-Afríku svo sem Marokkó, Alsír, Túnis. Skrifstofur ALDA eru staðsettar í Strassborg (FR), Brussel (BE), Vicenza (IT), Subotica (RS), Skopje (MK), Chisinau (MD) og Túnis (TN). Sem stendur getur ALDA reitt sig á 40 manna starfslið og ýmsa starfsnema og sjálfboðaliða sem styðja starfsemi hinna ýmsu skrifstofa. Í dag er ALDA lykilhagsmunaaðili á sviði staðbundins lýðræðis, virks þegnskapar, góðra stjórnarhátta, ESB samþættingar, mannréttinda og samvinnu staðbundinna yfirvalda og borgaralegs samfélags. Megnið af starfi ALDA byggir á aðferð marghliða dreifðstýrðrar samvinnu.
Environment Agency of Iceland

Umhverfisstofnun starfar undir yfirstjórn umhverfisráðuneytisins. Hlutverk hennar er að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda Íslands, sem og velferð almennings, með því að stuðla að heilbrigðu umhverfi. Umhverfisstofnun hefur hag komandi kynslóða og náttúrunnar. Meðal leiðarljósa og stefna stofnunarinnar eru eftirfarandi: • Umhverfisstofnun horfir til framtíðar, leggur áherslu á samvinnu og árangursmælingar sem frumgildi hennar. • Umhverfisstofnun er leiðandi í umhverfismálum og náttúruvernd í samfélaginu. Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast grannt með þróun umhverfismála og gæta velferðar almennings. • Stefna Umhverfisstofnunar fyrir árin 2018-2022 markast af stöðu stofnunarinnar og veitir yfirsýn yfir hag íbúa hvar á landi sem er. • Hópvinna er ríkjandi vinnufyrirkomulag stofnunarinnar sem kemur sér vel við mótun framtíðarstefnu Umhverfisstofnunar hverju sinni. Stofnunin hefur um 90 starfsmenn í fullu starfi. Eitt af meginhlutverkum Umhverfisstofnunar er að halda utan um og vernda Snæfellsjökulsþjóðgarð og önnur 115 friðlýst svæði á Íslandi. Samkvæmt náttúruverndarlögum er friðland svæði sem er friðlýst vegna mikilvægis þess fyrir náttúrulíf (gróður og dýralíf) og landslag.

CARDET [Miðstöð framfara í rannsóknum og þróunum í menntatækni]
er ein af leiðandi rannsókna- og þróunarmiðstöðvum fyrir fullorðinsfræðslu á Miðjarðarhafssvæðinu með alþjóðlega sérfræðiþekkingu á fullorðinsfræðslu, félagsleg þáttaka, mótun og framkvæmd verkefna, getu uppbyggingu og rafrænu námi. CARDET er sjálfstætt tengt háskólum og stofnunum víðsvegar um heimi, svo sem Yale háskóla, Nicosiu háskóla og International Council of Educational Media. CARDET hefur lokið fjölmörgum verkefnum sem tengjast fullorðinsfræðslu, rafrænu námi, læsi, blönduðu námi, samstarfi háskóla – samfélags, MOOC, stafrænum verkfærum, sjálfboðaliðastarfi og starfsmenntun, menntun og þjálfun (VET). CARDET sameinar alþjóðlegtu teymi sérfræðinga með áratuga alþjóðlega sérfræðiþekkingu í hönnun, framkvæmd og mati á alþjóðlegum verkefnum.

Join us! Subscribe to our newsletter

Stuðningur framkvæmdastjórnar Evrópu-sambandsins við þetta rit felur ekki í sér stuðning við innihald þess sem endurspeglar aðeins skoðanir höfunda og ekki er hægt að gera framkvæmdastjórnina ábyrga á hvers kyns notkun sem kann að vera á upplýsingum sem þar er að finna. Verkefnisnúmer: 2021-1-DK01-KA220-ADU-000026601
Copyright © | Privacy policy